Byggjum réttlátt þjóðfélag er yfirskrift dagsins. Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí býður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis öllum félagsmönnum til kaffisamsætis í Samkomuhúsinu í Sandgerði.
Dagskrá:
15.00 Setning
Ræðumaður dagsins er Grétar Mar Jónsson
Söngdívurnar Konfekt syngja
Barnakór Grunnskóla Sandgerðis syngur undir stjórn
Sigurbjargar Hjálmarsdóttir
Kaffiveitingar
Að lokinni hefðbundinni dagskrá munu Suðurnesjamenn spila gömlu dansana, hvetjum við fólk til að koma og fá sér snúning.
Félagar fjölmennum og mætum öll í hátíðaskapi.