Fjölmennt var á hátíðahöldin á 1. maí í Sandgerði. Magnús S. Magnússon formaður Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis setti dagskrána.
Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hélt ræðu dagsins, Samstaða, samhugur og samábyrgð eru í raun grundvallarverðmæti sem við eigum þegar á reynir. Þennan kraft eigum við líka að virkja í þeim efnahagshamförum sem á okkur hafa dunið í kjölfar bankahrunsins. Nú sem aldrei fyrr verða allir að leggjast á eitt að vinna þjóðina út úr vandanum. Sérhagsmunir og stundarhagsmunir pólitískra flokka verða að víkja fyrir hagsmunum almennings í þessu landi. Þetta er meðal þess sem fram kom í hátíðaávarpi Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins.
Barnakór Grunnskólans í Sandgerði flutti nokkur lög undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur.
Síðan sungu söngdívurnar í Konfekt nokkur lög við góðar undirtektir.
9. bekkur Grunnskólans ásamt foreldrum sáu um glæsilegar kaffiveitingarnar, eins og verið hefur undanfarin ár.
Ræðu Skúla má sjá hér í heild sinni