28. þing Sjómannasambands Íslands verður haldið í dag og á morgun á Grand Hóteli Reykjavík en þingsetning var kl. 10:00.
Kjaramál munu bera hæst á þinginu en sem kunnugt er eiga sjómenn enn ósamið við LÍÚ og virðist alger kyrrstaða í viðræðunum. Einnig munu öryggis- og tryggingamál sjómanna verða til umfjöllunar.
52 fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu en aðild að Sjómannasambandi Íslands eiga 18 félög sjómanna. Á þinginu fer þar fram bæði stjórnar og formannskjör en ekki er búist við miklum breytingum þar. Formaður Sjómannasambands Íslands til margra ára er Sævar Gunnarsson.
Fulltrúi Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis er Pétur Guðlaugsson.
Dagskrá þingsins má sjá hér:
Ályktanir þingsins má sjá hér: