41. þing Alþýðusambands Íslands var sett í morgun kl.10 á Hilton Reykjavik Nordica og stendur yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Samfélag fyrir alla jöfnuður og jöfn tækifæri. Á þingið mæta tæplega þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu. Á þinginu verða tillögur að breytingum á lögum ASÍ teknar til umfjöllunar, skýrsla forseta ASÍ verður kynnt, ályktanir samdar, ásamt fleiri dagskrárliðum.
Seturétt á þingi ASÍ eiga samtals 290 þingfulltrúar og er þeim skipt milli aðildarfélaga með beina aðild og sambanda í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Starfsgreinasambandið mun þ.a.l. eiga 109 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum þess.
Sjá nánar hér:
http://www.asi.is/thing/