70% verðmunur í Reykjanesbæ

VERULEGT TEKJUTAP LANDVERKAFÓLKS VEGNA INNFLUTNINGSBANNS
17/09/2015
SGS FAGNAR 15 ÁRA AFMÆLI
12/10/2015
Sýna allt

70% verðmunur í Reykjanesbæ

Á síðu Neytendavaktarinnar Skuldlaus.is var eftirfarandi verðkönnun birt sem gerð var í verslunum í Reykjanesbæ.

Það er því dagljóst að við getum haft áhrif á fjármálin okkar strax í dag með því að skoða matarinnkaupin okkar. Könnunin sem ég gerði á milli verslana í Reykjanesbæ nú í vikunni sýnir að það má spara umtalsvert með því að skipuleggja innkaup rétt.

Ég hafði aldrei séð verðkönnun á milli verslana í Reykjanesbæ og ákvað að láta vaða og gera verðkönnun á einfaldri matarkörfu. Ég fór í stórverslanirnar þrjár annars vegar og litlu verslanirnar fjórar sem opnar eru fram á kvöld. Það má deila um innihald ímynduðu matarkörfunnar en þetta var bara einföld könnun hjá mér til að sjá hver munurinn er á milli verslana í Reykjanesbæ. Ég gerði til dæmis ekki verðkönnun á grænmeti og ávöxtum né á kjöti og fiski. Það fær að bíða betri tíma.

Niðurstaðan er ótrúleg. Næstum 70% verðmunur á dýrustu og ódýrustu matarkörfunni. Ef þú hefur alltaf verslað dýrustu vörurnar þá mun sparnaðurinn við að hætta því og kaupa í staðinn þær ódýrustu verða 40% – Strax í dag.

verðkönnun-rnb-2okt-2015

Öll verð eru samkvæmt hillumerkingum í viðkomandi verslunum og eru birt hér án ábyrgðar.