Aðalfundur V.S.F.S. var haldinn 2. júní kl.20.
Formaður las skýrslu stjórnar og önnur aðalfundarstörf fóru fram með eðlilegum hætti.
Félagsgjaldið var samþykkt áfram 0,75% af öllum launum, en að hámarki 35.000 kr. á hvern félagsmann.
Rædd var tillaga frá atvinnurekendum um endurskoðun kjarasamninga og hvernig þeir vilja skipta kauphækkuninni. Mikil umræða átti sér stað. Formanni falið að koma niðurstöðunni til skila til viðkomandi aðila.
Fundinum lauk um kl.22.00