Ályktun formannafundar Starfsgreinasambands Íslands varðandi vaxtamál

Eru kröfur verkafólks þess valdandi að allt fer á hvolf.
16/02/2015
ÖLLUM TRYGGÐ ATVINNUTENGD STARFSENDURHÆFING
09/03/2015
Sýna allt

Ályktun formannafundar Starfsgreinasambands Íslands varðandi vaxtamál

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á formannafundi SGS föstudaginn 27. febrúar 2015:


Formannafundur SGS tekur undir gagnrýni um mikinn og ólíðandi vaxtamun viðskiptabankanna á Íslandi. Það liggur fyrir að mörg heimili og fyrirtæki hérlendis berjast í bökkum vegna þeirra okurvaxta sem þeim standa til boða.


Það liggur líka fyrir að sá vaxtamunur sem hér ríkir þekkist varla í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Þessi mikli vaxtamunur og okurvextir leggjast þungt á skuldsetta alþýðu þessa lands.


Bankakerfið á Íslandi olli íslensku samfélagi gríðarlegum skaða og það er algerlega ótækt  að bönkunum, sem yfirtóku lánasöfn almennings og fyrirtækja með miklum afslætti eftir hrun, skuli í skjóli fákeppninnar leyfast að níðast áfram á almenningi með okurvöxtum og gjaldskrárhækkunum.


Fundurinn fagnar því að forsætisráðherra skuli standa með launafólki í þessu mikla hagsmunamáli  sem vaxtakjör fjármálakerfisins er, ásamt því að taka undir kröfur SGS vegna komandi kjarasamninga,  enda eru hér um brýnustu hagsmunamál alþýðunnar að ræða.