Ályktun SGS um lagasetningu á vinnudeilu

Breyting á fiskverði 1. apríl 2014.
02/04/2014
Orlofshúsaumsókn sumarið 2014
09/04/2014
Sýna allt

Ályktun SGS um lagasetningu á vinnudeilu

Starfsgreinasamband Íslands harmar að Alþingi sé að grípa inn í löglega boðaðri vinnudeilu með lagasetningu, án nokkurra boðlegra efnislegra raka. Samningsrétturinn er stjórnarskrárvarinn og einn mikilvægasti réttur launafólks til að ná fram bættum kjörum. Það er alvarlegt þegar Alþingi grípur inn í það ferli og slíkum úrræðum skal ekki beitt nema í ítrustu neyð. Lagasetningar á verkföll eru sniðnar að atvinnurekendum og leysir eingöngu þeirra mál, en skikkar starfsmennina til að vinna áfram á sömu kjörum.