Ályktun stjórnar VSFS 29.september 2014

Miðstjórn ASÍ brýnir launafólk fyrir veturinn
18/09/2014
Skipuleg leit að legháls– og brjóstakrabbameini bjargar mannslífum
06/10/2014
Sýna allt

Ályktun stjórnar VSFS 29.september 2014

Verkalýðs– og sjómannafélag Sandgerðis mótmælir harðlega þeirri aðför að íslensku launafólki sem birtist í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Þar má helst telja:

Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, skert réttindi atvinnulausra sem er mest á Suðurnesjum og lækkun á framlagi ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði Lífeyrissjóða.

Með þessu frumvarpi er ríkisstjórnin að gefa samstarfi við verkalýðshreyfinguna langt nef. Við þessar aðstæður verður verkalýðshreyfingin að svara þeim skilaboðum skýrt og búa sig undir harðari deilur við gerð kjarasamninga en verið hafa í langan tíma.

Verkalýðs– og sjómannafélag Sandgerðis áréttar að félög innan ASÍ hafa sýnt mikla ábyrgð við gerð samninga á undanförnum árum.  Það getur ekki verið réttlætanlegt að þau ein axli  ábyrgð á stöðuleika í samfélagi  sem vill byggja á jöfnuði og sanngirni fyrir þegna sína.