Á fundi miðstjórnar 4. febrúar var ákveðið að boða til aukaársfundar ASÍ 25. mars nk. þar sem fjallað verður um efnahags-, atvinnu- og félagsmálin og stefna og áherslur ASÍ í þessum málaflokkum skerpt og skýrð.
Ljóst er að mikil umræða verður næstu vikur og mánuði um hvert beri að stefna. Alþýðusambandið hefur á undanförnum árum lagt áherslu á mikilvægi þess að tvinna saman í eina samofna heild stefnuna í efnahags-, atvinnu-, umhverfis og félagsmálum. Í ljósi þess að boðað hefur verið til þingkosninga í lok apríl n.k. hefur miðstjórn ASÍ ákveðið að boða til auka ársfundar þann 25. mars n.k. undir yfirskriftinni Efnahagur Vinna Velferð. Þar mun Alþýðusambandið setja fram stefnu sína og sýn varðandi viðreisn hins nýja Íslands.