ASÍ boðar til aukaársfundar 25. mars

Aksturs og hvíldartími ökumanna
03/02/2009
Um kjara- og skattamál – af vettvangi formanna SGS
09/02/2009
Sýna allt

ASÍ boðar til aukaársfundar 25. mars

Á fundi miðstjórnar 4. febrúar var ákveðið að boða til aukaársfundar ASÍ 25. mars nk. þar sem fjallað verður um  efnahags-, atvinnu- og félagsmálin og stefna og áherslur ASÍ í þessum málaflokkum skerpt og skýrð.


Ljóst er að mikil umræða verður næstu vikur og mánuði um hvert beri að stefna. Alþýðusambandið hefur á undanförnum árum lagt áherslu á mikilvægi þess að tvinna saman í eina samofna heild stefnuna í efnahags-, atvinnu-, umhverfis og félagsmálum. Í ljósi þess að boðað hefur verið til þingkosninga í lok apríl n.k. hefur miðstjórn ASÍ ákveðið að boða til auka ársfundar þann 25. mars n.k. undir yfirskriftinni Efnahagur – Vinna – Velferð. Þar mun Alþýðusambandið setja fram stefnu sína og sýn varðandi viðreisn hins nýja Íslands.