Skráð atvinnuleysi í apríl 2010 var 9% en að meðaltali 14.669 manns voru atvinnulausir og minnkar atvinnuleysi um 2,6% frá mars, eða um 390 manns að meðaltali. Sjá nánar skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í apríl 2010.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar
Alls voru 15.932 atvinnulausir í lok apríl. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 13.082, af þeim voru 3.701 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar, auk þess sem mikill fjöldi fer í ráðgjafarviðtöl, á kynningarfundi og í vinnumiðlun.
Fækkun atvinnulausra í lok apríl mánaðar frá lokum mars nam 550, en 502 færri karlar voru á skrá og 48 færri konur. Á landsbyggðinni fækkar um 274 og um 276 á höfuðborgarsvæðinu.
Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 8.917 og fjölgar um 384 frá lokum mars og er um 56% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok apríl. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar úr 4.601 í lok mars í 4.662 í lok apríl.
Alls voru 3.024 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok apríl en 3.147 í lok mars eða um 19% allra atvinnulausra í apríl.
Horfur á vinnumarkaði í maí
Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá apríl til maí. Í maí 2009 minnkaði atvinnuleysi úr 9,1% í apríl í 8,7% í maí. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í maí minnki og verði á bilinu 8,6%-9,0%.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar | Breytingar frá síðasta mánuði | Breytingar frá fyrra ári | |||||||
Suðurnes | |||||||||
Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | |
Grindavíkurbær | 119 | 65 | 54 | -5 | -2 | -3 | 3 | 5 | -2 |
Reykjanesbær | 1241 | 708 | 533 | -39 | -34 | -5 | -18 | -9 | -9 |
Sandgerðisbær | 164 | 97 | 67 | -1 | -3 | 2 | -8 | -5 | -3 |
Sveitarfélagið Garður | 112 | 64 | 48 | -3 | -4 | 1 | -1 | -13 | 12 |
Sveitarfélagið Vogar | 85 | 48 | 37 | 0 | 0 | 0 | -13 | -16 | 3 |
Samtals: | 1721 | 982 | 739 | -48 | -43 | -5 | -37 | -38 | 1 |