Atvinnuleysi í janúar var 9% og hefur aukist úr 8,2% í desember. Þetta jafngildir því að 14.705 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í janúar.
Atvinnuleysi hefur aukist mest meðal karla á landsbyggðinni síðustu mánuði, en atvinnuleysi eykst þó meðal bæði karla og kvenna um allt land.
Mest er atvinnuleysið nú á Suðurnesjum 14,5%, en minnst á Vestfjörðum 3,4%. Atvinnuleysi er 9,9% meðal karla og 7,9% meðal kvenna.
| Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar | Breytingar frá síðasta mánuði | Breytingar frá fyrra ári | ||||||
Suðurnes | |||||||||
Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | |
Grindavíkurbær | 135 | 77 | 58 | 13 | 14 | -1 | 62 | 42 | 20 |
Reykjanesbær | 1253 | 716 | 537 | 59 | 45 | 14 | 225 | 165 | 60 |
Sandgerðisbær | 163 | 97 | 66 | 3 | 3 | 0 | 12 | 7 | 5 |
Sveitarfélagið Garður | 112 | 69 | 43 | -1 | 2 | -3 | 25 | 16 | 9 |
Sveitarfélagið Vogar | 86 | 52 | 34 | 5 | 2 | 3 | 31 | 13 | 18 |
Samtals: | 1749 | 1011 | 738 | 79 | 66 | 13 | 355 | 243 | 112 |