Atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2%

Ný kaupskrá sjómanna
04/01/2010
“Vinnum saman” – nýtt fræðsluefni fyrir atvinnulífið
27/01/2010
Sýna allt

Atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2%

Skráð atvinnuleysi í desember 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.776 manns og eykst atvinnuleysi um 3,1% að meðaltali frá nóvember eða um 419 manns.  Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 4,8%, eða 7.902 manns.



























































































  Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar Breytingar frá síðasta mánuði Breytingar frá fyrra ári
Suðurnes
  Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur
Grindavíkurbær 122 63 59 1 0 1 65 37 28
Reykjanesbær 1194 671 523 27 27 0 321 189 132
Sandgerðisbær 160 94 66 1 1 0 27 12 15
Sveitarfélagið Garður 113 67 46 2 2 0 40 20 20
Sveitarfélagið Vogar 81 50 31 5 5 0 39 21 18
Samtals: 1670 945 725 36 35 1 492 279 213


Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 13,6% en minnst á Vestfjörðum 3,1%.    Atvinnuleysi eykst um 4,5% meðal karla en um 1,1% meðal kvenna.  Atvinnuleysið er 8,9% meðal karla og  7,3% meðal kvenna.


Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.457 og eykst úr 7.394 í lok nóvember og er um 49% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok desember.  Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar talsvert eða úr 2.505 í lok nóvember í 3.224 í lok desember.


Alls voru 2.754 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok desember en 2.701 í lok nóvember eða um 18% allra atvinnulausra í desember. 


Horfur á vinnumarkaði í janúar


Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá desember til janúar m.a. vegna árstíðasveiflu. Nýskráningar fyrstu daga janúar benda til að atvinnuleysi muni aukast og áætlar Vinnumálastofnun að atvinnuleysið í janúar verði á bilinu 8,6%-9,1%.   Í fyrra var atvinnuleysið 6,6% í janúar.


Sjá nánar stöðu á vinnumarkaði í desember 2009