Atvinnuleysi í nóvember var 8%

Viðmiðunarverð á þorski, ýsu og karfa hækkar frá og með 1. desember 2009.
03/12/2009
Verðtrygging persónuafsláttar afnumin rétt einu sinni
14/12/2009
Sýna allt

Atvinnuleysi í nóvember var 8%

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2009 var 8% eða að meðaltali 13.357 manns og eykst atvinnuleysi um 5,3% að meðaltali frá október eða um 675 manns.  Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 3,3% eða 5.445 manns.


Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 13% en minnst á Vestfjörðum 2,8%. Atvinnuleysi eykst um 6,3% meðal karla en um 3,8% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 8,5% meðal karla og 7,3% meðal kvenna.




























































































  Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar Breytingar frá síðasta mánuði Breytingar frá fyrra ári
Suðurnes
  Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur Allir Karlar Konur
Grindavíkurbær 121 63 58 3 4 -1 74 40 34
Reykjanesbær 1167 644 523 45 32 13 502 313 189
Sandgerðisbær 159 93 66 6 5 1 65 38 27
Sveitarfélagið Garður 111 65 46 10 4 6 55 36 19
Sveitarfélagið Vogar 76 45 31 6 5 1 51 29 22
Samtals: 1634 910 724 70 50 20 747 456 291


Sjá nánar skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í nóvember 2009