Skráð atvinnuleysi í október var 7,5% og jókst um 0,4 prósentustig frá september. Að meðaltali voru 12.062 atvinnulausir í október og fjölgaði um 515 manns.
Körlum á atvinnuleysisskrá fjölgar um 416 eða um 0,6 prósentustig að meðaltali og konum um 99 að meðaltali eða um 0,3 prósentustig. Mest fjölgar atvinnulausum hlutfallslega á Vesturlandi en þar fjölgar um 58 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali. Atvinnuleysið er 8,4% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% á landsbyggðinni.
Mest er það á Suðurnesjum 12,2%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,5 %. Atvinnuleysið er 7,8% meðal karla og 7,2% meðal kvenna.
Sjá nánar: hér
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar | Breytingar frá síðasta mánuði | Breytingar frá fyrra ári | |||||||
Suðurnes | |||||||||
Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | |
Grindavíkurbær | 105 | 49 | 56 | 4 | 0 | 4 | -13 | -10 | -3 |
Reykjanesbær | 1074 | 569 | 505 | 96 | 72 | 24 | -48 | -43 | -5 |
Sandgerðisbær | 129 | 79 | 50 | 4 | 2 | 2 | -24 | -9 | -15 |
Sveitarfélagið Garður | 82 | 46 | 36 | 7 | 4 | 3 | -19 | -15 | -4 |
Sveitarfélagið Vogar | 74 | 38 | 36 | 6 | 5 | 1 | 4 | -2 | 6 |
Samtals: | 1464 | 781 | 683 | 117 | 83 | 34 | -100 | -79 | -21 |