Skráð atvinnuleysi í júní 2011 var 6,7% en var 7,4% í maí og 8,1% í apríl. Að meðaltali voru 11.704 manns atvinnulausir í júnímánuði og fækkaði atvinnulausum um 849 að meðaltali frá maí eða um 0,7 prósentustig.
Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 675 að meðaltali en konum um 174. Var atvinnuleysið 6,8% meðal karla og 6,7% meðal kvenna. Atvinnuleysið hefur lækkað hraðar meðal karla en kvenna síðustu mánuði, var 7,7% meðal karla í maí og 8,6% í apríl, en meðal kvenna var atvinnuleysið 7,1% í maí og 7,4% í apríl.
Atvinnulausum fækkaði um 483 á landsbyggðinni milli maí og júní en 366 á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysið var 7,6% á höfuðborgarsvæðinu en 5,1% á landsbyggðinni. Atvinnuleysið hefur minnkað meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum 10,6%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,3%.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar | Breytingar frá síðasta mánuði | Breytingar frá fyrra ári | |||||||
Suðurnes | |||||||||
Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | Allir | Karlar | Konur | |
Grindavíkurbær | 107 | 45 | 62 | 7 | 5 | 2 | -7 | -10 | 3 |
Reykjanesbær | 926 | 472 | 451 | -72 | -62 | -10 | -116 | -88 | -28 |
Sandgerðisbær | 129 | 76 | 53 | -21 | -15 | -6 | -4 | 0 | -4 |
Sveitarfélagið Garður | 80 | 48 | 32 | -13 | -7 | -6 | -8 | 1 | -9 |
Sveitarfélagið Vogar | 74 | 37 | 37 | 2 | 0 | 2 | -14 | -8 | -6 |
Samtals: | 1316 | 678 | 635 | -97 | -79 | -18 | -149 | -105 | -44 |
Sjá nánar skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í júní 2011.