Reglulegt þing Starfsgreinasambands Íslands verður haldið á Hótel Selfossi 8. og 9. október n.k. undir kjörorðinu Atvinnulíf á okkar forsendum. Þingið verður sett fimmtudaginn 8. október kl. 11:00 með ræðu formanns, Kristjáns Gunnarssonar. Þá mun félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason og forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson ávarpa þingið. Þeir Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst, Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR og Ólafur Darri Andrason aðalhagfræðingur ASÍ munu taka þátt í sérstöku málþingi á þinginu sem helgað verður endurreisn atvinnulífsins og hefst kl. 13:20 fimmtudaginn 8. október.
Alls eru það 135 fulltrúar frá 20 aðildarfélögum SGS sem eiga rétt til setu á þinginu sem lýkur á föstudag með kosningu framkvæmdastjórnar og afgreiðslu ályktana sem liggja fyrir þinginu.
Dagskrá fundarins er birt hér á eftir:
Fimmtudagur 8. október
Kl. 11:00 Þingið sett. Tónlistaratriði.
Ræða formanns SGS, Kristjáns Gunnarssonar
Ávörp gesta:
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Kl. 12:15 Hádegisverður
Kl. 13:15 Álit kjörbréfanefndar og kosning þingforseta.
Kl. 13:20 Endurreisn atvinnulífsins
Kl. 15:00 Kaffihlé
Kl. 15:30 Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra SGS frá okt. 2007- okt. 2009
Ársreikningar sambandsins 2007 og 2008
Umræður
Kl. 16:10 Lagabreytingar, fyrri umræða.
Kl. 16:15 Drög að ályktunum þingsins lagðar fram.
Kl. 18:00 Þinghlé
Kl. 19:30 Þingveisla að Hótel Selfossi
Föstudagur 9. október
Kl. 09:00 Nefndastörf
Kl. 10:30 Atvinnu- og kjaramál (síðari umræða)
Almennar umræður, framhald.
Afgreiðsla ályktana frá nefndum og umræður.
Starfs- og fjárhagsáætlun og ákvörðun um skatt.
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:15 Kosningar
Kl. 14:00 Lagabreytingar og afgreiðsla ályktana frá nefndum og umræður
Kl. 15:30 Þingslit