Aukinn styrkur til náms.

Ákvörðun um viðmiðunarverð í upphafi árs 2011.
11/01/2011
Atvinnuleysi í desember 2010 var 8 prósent.
17/01/2011
Sýna allt

Aukinn styrkur til náms.

Um mitt síðasta ár tilkynntu stjórnir Sveitamenntar og Landsmenntar um nýja reglu er varðar einstaklingsstyrki. Hún tók gildi 1. Júlí og hljóðar svo: Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn á fræðslustyrk síðustu þrjú ár eiga rétt á styrk allt að kr. 132.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið, samkvæmt nánari reglum sjóðsins.
Á fundi stjórnar í desember s.l. var ákveðið að hækka þennan styrk í kr. 180.000.- og tekur hækkunin gildi f.o.m. 1. janúar 2011.
Við viljum hvetja félagsmenn til að kanna vel rétt sinn og um leið að nýta sér það tækifæri  sem þessi styrkur gefur fólki að auka við menntun sína.


Samskonar ákvörðun var tekin af stjórn Ríkismenntar.