Bjarg íbúðafélag reisir leiguíbúðir í Suðurnesjabæ

Framhaldsaðalfundur VSFS
07/06/2023
Nýr sveitafélagssamningur – KOSNING
14/09/2023
Sýna allt

Bjarg íbúðafélag reisir leiguíbúðir í Suðurnesjabæ

Tekin var skóflustunga að 11 íbúða leiguhúsnæði sem Bjarg íbúðafélag mun reisa við Bárusker í Sandgerði. Með skóflustungunni eru framkvæmdir hafnar,                                                                                                                                    verktaki við uppbyggingu hússins er H.H. Smíði ehf. í Grindavík og eru áætluð verklok haustið 2024.

Skóflustungan var í sex hlutum. Trausti Björgvinsson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Guðrún B Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, Þórsteina Sigurjónsdóttir fulltrúi Verkalýðs-og sjómannafélags Sandgerðis, Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Kristján Þórður Snæbjarnarson stjórnarmaður í Bjargi og varaforseti ASÍ sáu sameiginlega að taka skóflustunguna og hefja þar með framkvæmdir við verkið.

Það er ánægjulegt að Bjarg íbúðafélag ráðist í þessa framkvæmd og þar með fjölgi leiguíbúðum fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Suðurnesjabæ.  Mikil eftirspurn hefur verið eftir leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ og er því kærkomið að Bjarg íbúðafélag muni með þessu auka framboð á leiguhúsnæði á hagstæðu verði.  Verkefnið er fjármagnað af ríkinu og Suðurnesjabæ með stofnframlögum, ásamt því að hagstæð lán munu fjármagna verkefnið að hluta.