Hingað til hafa styrkir ekki verið afgreiddir fyrr en að námi/námskeiði loknu. Stjórnir sjóðanna hafa nú ákveðið að heimilt sé að afgreiða styrki um leið og viðkomandi kemur með kvittun vegna greiðslu á námi/námskeiði.
Félagsmenn eru hvattir til að nýta þennan rétt sinn.
Sérstaklega viljum við hvetja þá einstaklinga sem misst hafa atvinnuna að nýta sér það og fara í nám eða á námskeið.