Breyting á reglum Sjómenntar og Landsmenntar

Sýna allt

Breyting á reglum Sjómenntar og Landsmenntar

Samþykkt var hjá stjórn Sjómenntar að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 60.000 í 70.000. Einnig samþykkt að hækka endurgreiðsluhlutfall tómstundastyrkja úr 50% af kostnaði í 75% af kostnaði vegna slíkra námskeiða. Hámark þessara styrkja er óbreytt eða kr. 20.000 og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks viðkomandi árs. Þá var samþykkt að taka upp reglu um uppsafnaðan rétt sem hljóðar á eftirfarandi hátt:

  • Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjú ár, eiga rétt á styrk allt að kr. 210.000.- fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. reglum sjóðsins. Ferðakostnaður vegna náms í þessum tilvikum getur að hámarki orðið kr. 70.000.-  sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs.

 Samþykkt að ofantaldar breytingar taki gildi f.o.m. 1. janúar 2016. Einnig að regla varðandi uppsafnaðan rétt verði endurskoðuð í lok árs 2016.

landsmennt-logo

Á síðasta fundi ársins 2015 hjá stjórn Landsmenntar var samþykkt breyting á ávinnslu réttinda félagsmanna vegna einstaklingsstyrkja.

  • „Tillaga um breytingu á reglum varðandi ávinnslu réttinda: Lagt er til að reglunni verði breytt þannig (bæði hjá Landsmennt og Starfsafli) að réttindi ávinnist eftir 6 mánaða greiðslusögu á sl. 24 mánuðum þar sem a.m.k. hafi verið greitt í 2 mánuði af síðustu 12 mánuðum. Samþykkt samhljóða og að viðkomandi breyting taki gildi f.o.m. 1. janúar 2016.“
Jólakveðja 2015
23/12/2015
Kennitöluflakk veldur miklu samfélagslegu tjóni
07/01/2016