Samþykkt var hjá stjórn Sjómenntar að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr 60.000 í 70.000. Einnig samþykkt að hækka endurgreiðsluhlutfall tómstundastyrkja úr 50% af kostnaði í 75% af kostnaði vegna slíkra námskeiða. Hámark þessara styrkja er óbreytt eða kr. 20.000 og dregst jafnframt af heildarupphæð einstaklingsstyrks viðkomandi árs. Þá var samþykkt að taka upp reglu um uppsafnaðan rétt sem hljóðar á eftirfarandi hátt:
Samþykkt að ofantaldar breytingar taki gildi f.o.m. 1. janúar 2016. Einnig að regla varðandi uppsafnaðan rétt verði endurskoðuð í lok árs 2016.
Á síðasta fundi ársins 2015 hjá stjórn Landsmenntar var samþykkt breyting á ávinnslu réttinda félagsmanna vegna einstaklingsstyrkja.