Dagbækur og pennar til félagsmanna

Verðtrygging persónuafsláttar afnumin rétt einu sinni
14/12/2009
Jólakveðja
23/12/2009
Sýna allt

Dagbækur og pennar til félagsmanna


Í tilefni af 80 ára afmæli Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis hefur félagsmönnum verið sendar dagbækur og pennar.


 


Stjórn og starfsfólk félagsins vill óska öllum félagsmönnum til hamingju með 80 ára afmæli stéttarfélagsins okkar.

Félagið okkar hefur náð góðum árangri í að bæta kjör okkar á erfiðum tímum og vonandi veitt okkur góða þjónustu


þau 80 ár sem félagið hefur starfað.

Stjórn félagsins hefur samþykkt að senda félagsmönnum vasabrotsbækur og penna merkta félaginu í tilefni af 80 ára afmæli félagsins sem var 27.október sl.
Stjórnin vill biðja ykkur að þyggja þessa gjöf frá félaginu í tilefni af þeim tímamótum.

Við viljum biðja alla að leggjast á eitt um að halda áfram á lofti þeim baráttumálum og markmiðum sem stofnendur Verkalýðs og Sjómannafélags Sandgerðis lögðu á stað með þegar þeir stofnuðu félagið. Höldum áfram að verja kjör félagsmanna og þjónusta þá vel áfram.



Afmæliskveðjur.



Fyri hönd starfsfólks og stjórnar félagsins.


 


Magnús S Magnússon.
formaður.