Desemberuppbót 2015

Spurt og svarað um SALEK samkomulagið
11/11/2015
Viðræðum slitið við Samband íslenskra sveitarfélaga
12/11/2015
Sýna allt

Desemberuppbót 2015

Félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis eiga rétt á desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum.  Desemberuppbótin er með inniföldu orlofi og skal greiðast í einu lagi.

Desemberuppbót á almenna vinnumarkaðnum.

Starfsmenn á almennum vinnumarkaði  fá 78.000 krónur í desemberuppbót árið 2015.
Greiða skal fyrir 15. desember.

Sjá nánar hér

Desemberuppbót hjá Sveitarfélögunum

Athugið að enn hefur ekki verið samið fyrir starfsmenn sveitarfélaga.  Hafi ekki verið samið fyrir 1. desember skal þann 1. desember greiða sömu upphæð og í fyrra eða 93.500 krónur. Verði síðan samið um hærri uppbót fyrir þetta ár mun leiðrétting verða greidd síðar.

Greiða skal 1. desember.

Sjá nánar hér