Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
Full desemberuppbót árið 2023:
-103.000 kr. hjá þeim sem vinna á almennum vinnumarkaði.
-131.000 kr. hjá þeim sem vinna hjá sveitarfélögum.
Sjá nánar í kjarasamningum viðkomandi aðila