Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ

Kvennafrí 2018 – Verkfall
24/10/2018
Desemberuppbót 2018
15/11/2018
Sýna allt

Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ

Á 43. þingi ASÍ sem lauk á föstudaginn síðasta var Drífa Snædal kjörin nýr forseti ASÍ.  Atkvæði í kjöri til forseta Alþýðusambands Íslands féllu þannig að Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8% en Sverrir Mar Albertsson fékk 100 atkvæði eða 34,2%. Atkvæði greiddu 293 og var eitt atkvæði ógilt.

Drífa Snædal er 45 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum og vinnurétti frá Háskólanum í Lundi. Drífa hefur starfað sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands frá árinu 2012 en áður var hún framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samtaka um Kvennaathvarf.

Drífa Snædal er fyrsta konan sem er kjörin í embætti forseta ASÍ í 102 ára sögu Alþýðusambands Íslands.

 

Vilhjálmur 1. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður 2. varaforseti

Tveir buðu sig fram til 1. varaforseta ASÍ.
Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélag Suðurnesja og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Niðurstaða kosningarinnar varð þessi:

Atkvæði féllu þannig:
Guðbrandur Einarsson    115   40,2%
Vilhjálmur Birgisson        171    59,8%

Heildarfjöldi atkvæða      289
Auðir og ógildir                      3
Gild atkvæði                       286

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hafði tilkynnt framboð til 1. Varaforseta, dró framboð sitt til baka.

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands var sjálfkjörinn í embætti 2. varaforseta.