Eingreiðsla og orlofsuppbót

Kjarasamningarnir samþykktir – 89.9% sögðu já.
26/05/2011
Stofnþing ASÍ-UNG fór fram á föstudaginn 27. maí.
30/05/2011
Sýna allt

Eingreiðsla og orlofsuppbót

Rétt er að vekja athygli á að 50.000 króna eingreiðsla samkvæmt nýsamþykktum kjarasamningum skal greiðast um næstu mánaðarmót, þ.e maí – júní. Einnig skal greiða álag á orlofsuppbót á sama tíma.


Í samningnum segir orðrétt:


Eingreiðsla í júní kr. 50.000 fyrir starfsmann í fullu starfi í mánuðunum mars, apríl, maí.


Starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í í mars og apríl.


Starfsmenn sem hófu störf í apríl og verða í starfi til 5. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í apríl og maí.


Rétt er einnig að benda á að viðmiðunartíminn eru fyrrgreindir mánuðir.


Dæmi:
Starfsmaður sem byrjaði hjá atvinnurekanda 1. mars og er í starfi 5. maí á rétt á fullri greiðslu fyrir 100% starf eða í hlutfalli við starfshlutfall.

Álag á orlofsuppbót skal greiða sem hér segir:


Leggja skal álag kr 10.000 við orlofsuppbót kr 26.900 og reikna hlutfall greiðslu út frá starfshlutfalli