Þeir sem eru 60 ára eða eldri og telja að greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði til þeirra hafi verið skertar vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði á tímabilinu 1. mars 2009 til dagsins í dag, geta átt rétt á endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fjárhæð skerðingarinnar. Þeim sem þetta á við er bent á að sækja um endurútreikning á greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hér. Umsóknarfrestur er til 1. september. Nauðsynlegt er að láta kvittun eða greiðsluyfirlit vegna greiðslna úr séreignarlífeyrissjóði fylgja með umsókn um endurútreikning.
Athugið þetta á ekki við um þá sem eru yngri en 60 ára þar sem greiðslur úr séreignarlífeyrissjóðum skerða ekki greiðslur til þeirra úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Framangreind breyting var m.a. gerð að kröfu ASÍ og aðildarsamtaka þess. Að vísu lagði ASÍ til að framkvæmdin yrði með þeim hætti að Greiðslustofa Vinnumálastofnunar sæi um framkvæmdina þannig að endurgreiðsla færi fram sjálfkrafa, en að ekki þyrfti að sækja sérstaklega um hana. Á það var því miður ekki fallist.
Allar frekari upplýsingar um málið og framkvæmdina má fá á vef Vinnumálastofnunar