Ferðaþjónustunám við Símenntun Háskólans á Akureyri

Miðar í Hvalfjarðargöngin
05/08/2009
Samningar við ríki og sveitarfélög samþykktir með miklum mun
13/08/2009
Sýna allt

Ferðaþjónustunám við Símenntun Háskólans á Akureyri

Símenntun Háskólans á Akureyri bíður upp á nám í ferðaþjónustu haustið 2009. Námið hentar þeim sem starfa við ferðaþjónustu, reka eigið fyrirtæki  í ferðaþjónustu svo og  þeim sem hafa áhuga á að starfa á vettvangi ferðamála. 


Um er að ræða 36 klst. nám sem metið er til 6 ECTS eininga.  Engin inntökuskilyrði eru fyrir náminu. Kennd verða þrjú sjálfstæð námskeið, 12 kennslustundir hvert: Grunnur rekstrar- og viðskiptafræða, Rekstur, mannauður og stjórnun í ferðaþjónustu og markaðssetning ferðaþjónustu. Markmið  námsins  er  að  nemendur  öðlist  hagnýta  innsýn  á  starfsemi  í ferðaþjónustu með  áherslu  á  rekstur  og  stjórnun  fyrirtækja  í  greininni  og markaðssetningu þjónustu.  Nánar hér