Fjórða þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 23. september næstkomandi í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27. Þingið sækja þeir sem eru 35 ára og yngri og eru í aðildarfélögum ASÍ.
Farið verður yfir stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði sem og samtvinningu vinnu og fjölskyldulífs. Einnig ætlar hópurinn að rýna í stöðu ungs fólks innan hreyfingarinnar og hvernig virkja má hóp 35 ára og yngri betur.
Dagskrá
Hvað eigum við að gera í málefnum ungs fólks?
ASÍ-UNG þing 23. september 2016
Staðsetning: Rafiðnaðarskólinn
Tími: 10:00 – 16:00
Dagskrá:
9:45 – 10:15 Innskráning
10:15 – 10:20 Þingsetning
10:20 – 10:25 Ávarp forseta ASÍ
10:25 – 10:45 Hrönn Jónsdóttir ræðir forsögu ASÍ-UNG og fer yfir starfið. Einnig fer hún með jafnréttiserindi.
10:45 – 11:00 Gréta Sóley Sigurðardóttir mótmælti óréttlæti á vinnumarkaði í hinum svokallaða Lebowskimáli. Hún segir okkur söguna sína.
11:00 – 11:15 Uppistand – Dóri DNA skemmtir okkur með sínum frábæra húmor.
11:15 – 11:30 Kaffipása.
11:30 – 11:35 Lagabreyting
11:35 – 11:55 Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ – Staða ungs fólk á húsnæðismarkaði.
11:55 – 12:15 Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, – vinnumarkaðurinn og fjölskyldan.
12:15 – 12:45 Hádegismatur
12:45 – 13:00 Undirbúningur hópavinnu
13:00 – 14:30 Hópavinna – Hvernig sjáum við framtíð ungs fólks í hreyfingunni?
14:30 – 14:45 Kaffipása
14:45 – 15:15 Niðurstöður úr hópavinnu
15:15 – 15:30 Kosningar
15:30 – 15:45 Önnur mál
15:45 – 16:00 Þingslit
18:00 „Vísindaferð“ hjá ASÍ, Guðrúnartúni 1.
19:30 Kex Hostel matur