Boðað hefur verið til formannafundar allra aðildarfélaga ASÍ á morgun föstudaginn 23. janúar, til að taka afstöðu til þess vilja forystu ASÍ að fresta viðræðum um kjarasamninga á vinnumarkaðnum fram í júní.
Í millitíðinni verði boðað til þingkosninga og ný ríkisstjórn taki við, með óskorað umboð til að koma á viðræðum milli samtaka vinnumarkaðarins, ASÍ og stjórnvalda, um uppbyggingu til framtíðar. Það mun vera skoðun ASÍ-forystunnar að núverandi ríkisstjórn hafi ekki lengur umboð þjóðarinnar til þess að koma að slíkum samningum.
Það er skoðun miðstjórnar ASÍ að núverandi ríkisstjórn sé ekki treystandi til að koma að kjaraviðræðum, svo mark sé á takandi og vill fresta viðræðum um endurskoðun kjarasamninga fram í júní. Í millitíðinni verði boðað til kosninga og ný ríkisstjórn taki við, sem hafi styrk, trúverðugleika og umboð til að koma að þríhliða viðræðum með samtökum vinnumarkaðarins um uppbyggingu atvinnulífsins til framtíðar. Formenn allra aðildarfélaga ASÍ hafa verið boðaðir til fundar á morgun þar sem tillaga miðstjórnar verður afgreidd. Forysta Starfsgreinasambandsins styður þessa tillögu miðstjórnar ASÍ heilshugar og hvetur formenn aðildarfélaga sambandsins til að mæta á fundinn, alla sem einn.