Formannafundur ASÍ hófst kl. 9:30 í morgun með ræðu forseta Alþýðusambandsins, Gylfa Arnbjörnssonar. Fundinn sitja formenn allra 50 aðildarfélaga ASÍ. Áherslan á fundinum er á atvinnumál og baráttuna gegn atvinnuleysi og bar ræða forseta ASÍ þess merki. Hann ræddi einnig peninga- og gengismál og hvernig krónan hefur verið örlagavaldur gagnvart verðbólgu og kaupmætti í landinu.
Dagskrá formannafundarins má sjá hér
Ræða Gylfa Arnbjörnssonar í heild sinni hér