Formenn allra 53 aðildarfélaga ASÍ mæta til skrafs og ráðagerðar á Hilton hótel fimmtudaginn 16. september kl. 13:30. Á fundinum verður fjallað um hugmyndir um breytingar á skipulagi ASÍ og fjallað um stöðu efnahags- og atvinnumála í aðdraganda kjarasamninga.
Fundurinn er mikilvægur liður í undirbúningi ársfundar ASÍ 2010 og vettvangur fyrir samræður og samráð formanna aðildarfélaganna á vettvangi Alþýðusambandsins.