Forseti ASÍ á fundarferð um landið

Endurgreiðsla vegna séreignarsparnaðar sem skerti atvinnuleysisbætur
05/08/2010
Atvinnuleysi 7,5% í júlí
25/08/2010
Sýna allt

Forseti ASÍ á fundarferð um landið

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun næsta mánuðinn gera víðreist um landið og hitta að máli stjórnir allra 53 aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Ferðin hefst með fundi í Stykkishólmi í dag og lýkur í Reykjavík þann 15. september.


Umræðuefni fundanna verður annars vegar afmarkaðar tillögur að breytingum á skipulagi ASÍ og hins vegar mun forsetinn gera grein fyrir samskiptum Alþýðusambandsins við ríkisstjórn og SA á samningstímanum sem nú er að líða.Einnig má búast við að kröfugerð vegna komandi kjarasamninga komi til tals auk Evrópumála.


Hér má líta fundarplan forseta Alþýðusambandsins (með fyrirvara um breytingar).