Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fundaði í gærkvöldi með stjórn Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis. Gylfi ræddi skipulagsmál ASÍ og þær tilögur til breytinga sem þar eru uppi á borðinu, svo sem að þing verði á tveggja ára fresti í stað ársfunda og að aukið verði vægi formannafunda í stjórnskipan ASÍ.
Gylfi ræddi síðan um stöðuna í þjóðmálunum og samskipti hans við Ríkisstjórnina á síðustu mánuðum og þá vinnu sem framundan er við gerð næstu kjarasamninga.
Fundurinn var málefnalegur og líflegur og án efa gagnlegur fyrir stjórn félagsins og gott veganesti fyrir þá vinnu sem er framundan í haust.
Gylfi fundar með stjórn VSFS