Full fjármögnun námskeiða hjá NTV

Rafrænt þing ASÍ í dag – streymi frá kl. 10
21/10/2020
Uppfærðar leiðbeiningar um smitgát um borð í fiskiskipum
30/10/2020
Sýna allt

Full fjármögnun námskeiða hjá NTV

Fræðslusjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt hafa gert samning við NTV skólann um fulla fjármögnun á sex námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið sem boðið verður upp á í samstarfi við aðildarfélög sjóðanna. Félagsmenn aðildarfélaga þessara þriggja sjóða munu fá námskeið að fullu niðurgreidd.

Verkefnið er tilraunaverkefni fram að áramótum og munu námskeiðin hefjast um mánaðarmótin okt/nóv nk. Öll námskeiðin, námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um námskeið sem NTV skólinn, í samstarfi við starfsmenntasjóði, mun bjóða félagsmönnum í nóvember og desember.

Upplýsingar um námskeiðin má fá með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan, en hafa skal í huga að fjarnámskeiðin eru yfirleitt aðeins einfaldari en staðarnámskeiðin sem lýsingarnar eiga við.

Stefnt er að því að námskeiðin hefjist í fyrstu viku nóvember og klárist tímanlega fyrir jólin.

Námskeiðin sem um ræðir eru: