FULLTRÚAR SGS OG LS FUNDA

Laust á Akureyri
11/08/2015
NÝR SAMNINGUR VIÐ LANDSSAMBAND SMÁBÁTAEIGENDA
03/09/2015
Sýna allt

FULLTRÚAR SGS OG LS FUNDA

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Landssambands smábátaeigenda (LS) hittust á föstudaginn síðasta til að ræða nýjan kjarasamning milli aðila. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum SGS, Guðrúnartúni 1. Eftir ágætar umræður var ákveðið að boða til nýs fundar næstkomandi þriðjudag með það að markmiði að ná niðurstöðu um nýjan samning. SGS mun upplýsa um framgang mála þegar þar að kemur.