Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hóf í síðustu viku mánaðarlanga fundarferð um landið þar sem hann mun eiga fundi með stjórnum langflestra þeirra rúmlega 50 stéttarfélaga sem eiga aðild að ASÍ. Gylfi er á þessum fundum að heyra í fólki í grasrótinni, áherslur þess og væntingar auk þess að kynna áherslur í starfi ASÍ í vetur. Endurskoðun kjarasamninga fer fram í janúar 2013 og eru blikur á lofti varðandi forsendur þeirra samninga.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fundaði með stjórn Verkalýðs og sjómannafélagi Sandgerðis í gær mánudaginn 27. ágúst.
Gylfi fór yfir stöðu kjaramála, atvinnumál, endurskoðun kjarasamninga í janúar og jöfnun lífeyrisréttinda.
Mikil umræða skapaðist um þessi málefni og þarf stjórn félagsins að taka afstöðu til þessara mála þegar nær dregur.