Hækkun launataxta 1. júní og orlofsuppbót

1. Maí hátíðahöldin í Sandgerði
03/05/2010
Atvinnuleysi 9% í apríl
14/05/2010
Sýna allt

Hækkun launataxta 1. júní og orlofsuppbót

Hinn 1. júní 2010 skulu laun hækka um 2,5%. Hækki laun meira vegna sérstakrar hækkunar kauptaxta (6.500 kr) gildir sú hækkun.


Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki:


1. júní 2010 kr. 165.000 á mánuði Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til launa í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.


Kauptaxtar SGS og SA frá 1. júní 2010


Kauptaxtar SGS og LN frá 1. júní 2010

Kauptaxti SGS við Landssamband smábátaeigenda um ákvæðisvinnu við línu og net.


Orlofsuppbót


Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:


kr. 25.800 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2010.


Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.
Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Orlofsuppbót SGS og SA

Orlofsuppbót SGS og LN