Fjölmenni var á 1. maí hátíðahöldum Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis.
Formaður félagsins Magnús Sigfús Magnússon setti hátíðina.
Ræðumaður dagsins var Grétar Mar Jónsson, lagði hann í ræðu sinni út frá ástandinu í þjóðfélaginu í dag og hvernig hann og hans flokkur vildi bregðast við enduruppbygginu þjóðfélagsins.
Grétar Mar Jónsson ræðumaður dagsins
Félagið hefur í gegnum árin reynt að hafa skemmiatriðin héðan úr bæjarfélaginu. Núna söng Söngtríóið Konfekt, sem eru þær Sigurbjörg Hjálmarsdóttir úr Sandgerði, Marína Ósk Þórólfsdóttir og Díana Lind Monzon. Barnakór Grunnskóla Sandgerðis undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur flutti nokkur lög.
Um tónlistina sá hljómsveitin Suðurnesjamenn. Í hljómsveitinni er Friðrik Örn Ívarsson sem situr í stjórn félagsins.
Stórglæsilegar veitingar voru bornar fram, það er 9. bekkur Grunnskóla Sandgerðis ásamt foreldrum sem sáu um kaffiveitingarnar og hefur það verið þannig undanfarin ár.
Stjórnendur félagsins vilja þakka þeim sem tóku þátt í hátíðahöldunum
Smellið hér til að skoða myndir frá hátíðahöldunum.
Söngtríóið Konfekt
Barnakór Grunnskólans í Sandgerði
Hljómsveitin Suðurnesjamenn