Heilsurækt fyrir atvinnuleitendur

Atvinnulausum auðvelduð likamsrækt
27/02/2009
Fallist á undanþágu frá hvíldartíma
18/03/2009
Sýna allt

Heilsurækt fyrir atvinnuleitendur

Mikill fjöldi launafólks hefur misst vinnuna í kjölfar efnahagsþrenginganna síðustu mánuði og ljóst er að atvinnuleysi verður mikil á næstunni. Stéttarfélögin telja mikilvægt að styðja við bakið á félagsmönnum sínum sem misst hafa vinnuna. Færðar hafa verið sönnur á að virkni og regluleg hreyfing eru mikilvæg undirstaða heilbrigðis við slíkar aðstæður. Af þessum ástæðum gerðu ASÍ og Samtök heilsuræktarstöðva samkomulag um stuðning og sérkjör fyrir atvinnuleitendur.
Félagsmönnum Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis sem misst hafa vinnuna stendur nú til boða mánaðarkort á sérkjörum með stuðningi félagsins. Algengasta verð er frá 1.500 til 2.000 kr. á mánuði.
 Til að njóta framangreindra kjara þarf félagsmaður að koma á skrifstofu félagsins með síðustu greiðslukvittun frá Atvinnuleysistryggingasjóði eða staðfestingu á að viðkomandi hafi skráð sig atvinnulausan. Á skrifstofu félagsins er jafnframt hægt að fá allar frekari upplýsingar um verð og aðra skilmála hjá mismunandi heilsuræktarstöðvum.
Eftirtaldar heilsuræktarstöðvar eru þátttakendur í verkefninu: Árbæjarþrek, Dansrækt J.S.B., Heilsuakademían, Hreyfing, Lífsstíll, Nordica Spa, Orkubúið-heilsurækt, Toppsport, Sporthúsið, World Class.