Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að setja ráðstefnuna 11. júní sl.
Fimmtudaginn 11. júní sl. stóð ASÍ fyrir áhugaverðri ráðstefnu um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í lífeyrissjóðum. Á dagskrá voru fróðleg erindi þar sem fjallað var um málefnið út frá ýmsum sjónarhornum. Frummælendur á fundinum voru Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunnar Háskóla Íslands, Stefán Einar Stefánsson, frá Eþikos fræðslu- og rannsóknarmiðstöð HR, Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, setti ráðstefnuna.
Setningarræða Gylfa Arnbjörnssonar
Erindi Stefáns Einars Stefánssonar
Erindi Guðmundar Gunnarssonar
Myndin er fengin af vef ASÍ