Hvers virði er íslenskur landbúnaður? Málþing SGS 26. apríl n.k.

ASÍ vill víðtækt samráð um nýjar efnahagsaðgerðir
21/04/2010
Síðasti umsóknardagur um orlofshús.
29/04/2010
Sýna allt

Hvers virði er íslenskur landbúnaður? Málþing SGS 26. apríl n.k.

Starfsgreinasamband Íslands, matvælasvið, heldur opið málþing um þróun og atvinnutækifæri í landbúnaðartengdum greinum að Hótel Selfossi, mánudaginn 26. apríl n.k. Málþingið hefst kl. 11:00 með ávarpi formanns sambandins, Kristjáns Gunnarssonar. Þá mun landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason ávarpa fundinn. Á málþinginu verða flutt stutt erindi m.a. um samspil landbúnaðar og ferðaþjónustu, um nýsköpun í matvælaframleiðslu og ný tækifæri. Einnig verður fjallað um styrkjakerfið, gróðurhúsabændur lýsa sóknarfærum auk þess sem formaður bændasamtakanna, Haraldur Benediktsson, leggur orð í belg.


Málþingið, mun leitast  við að svara spurningum um það hvers virði íslenskur landbúnaður er í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri.


Halldóra Sveinsdóttir, sviðstjóri matvælasviðs SGS stýrir málþinginu.


Ekkert þátttökugjald er á málþinginu, sem er eins og áður sagði opið öllum sem áhuga hafa á málefninu.


Þess er óskað að væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku sína með tölvupósti á netfangið [email protected] .


Dagskráin fer hér á eftir:


Hvers virði er íslenskur landbúnaður?


Matvælasvið Starfsgreinasambands Íslands heldur málþingi um landbúnaðarmál á Íslandi, stöðu greinarinnar og tækifæri, mánudaginn 26. apríl 2010 að Hótel Selfossi.  Málþingið, mun leitast  við að svara spurningum um það hvers virði íslenskur landbúnaður er í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri.


Dagskrá:
 
Kl. 11:00  Málþingið sett af Kristjáni Gunnarssyni formanni SGS.


Kl. 11.10  Ávarp landbúnaðarráðherra,  Jóns Bjarnasonar.


Kl. 11:25  Samspil landbúnaðar og ferðaþjónustu . Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri SGS.


Kl. 12:00  Bragð að íslenskum landbúnaði . Hádegisverður að Hótel Selfossi.


Kl. 13.00  Verðmæti landbúnaðarins og styrkjakrefið. Sigurður Jóhannsson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun HÍ.


Kl. 13:20  Hvernig aukum við verðmætin í íslenskum landbúnaði? Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.


Kl. 13:45  Treystum á landbúnaðinn. Haraldur Benediksson, formaður Bændasamtaka Íslands.


Kl. 14:20  Sóknarfærin. Georg Ottósson – Flúðasveppir.


Kl. 14:40  Sóknarfærin. Knútur Rafn Ármann – Friðheimum Reykholti.


Kl. 15:10  Hvers virði er landbúnaðurinn? Umræður þátttakenda.


Kl. 15:50  Málþingsslit. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar- Iðju og varaformaður SGS


Kaffi og kaka í boði SGS.


Eftir hverja framsögu eru fyrirspurnir og stuttar umræður. Ekkert þátttökugjald er á málþinginu.


Halldóra Sveinsdóttir, sviðstjóri matvælasviðs SGS stýrir málþinginu.