Kjarasamningar eru lausir frá og með 1.desember næstkomandi. Stjórn félagsins hefur ákveðið að gera tilraun um könnun hjá félagsmönnum varðandi kröfugerð í komandi samningum. Félagar í Verkalýðs og sjómannafélagi Sandgerðis eru hvattir til að taka þátt í kjaramálakönnun vegna kjarasamningsgerðar. Hægt er að vinna könnunina hérna á vefnum og senda rafrænt til félagsins á netfangið: [email protected] . Þá má líka prenta könnunina út og senda til félagsins í pósti eða setja inn um bréfalúguna á skrifstofunni að Tjarnargötu 8. Nauðsynlegt er að könnuninni verði skilað til félagsins fyrir 4. október næstkomandi.