Sjómannasamband Íslands skrifaði undir kjarasamning við Landssamband smábátaeigenda 29.8. og eru nú smábátasjómenn loksins með kjarasamning. Þetta er nánast eina starfsstéttin á Íslandi sem ekki hefur haft gildandi kjarasamning.
Sú ákvörðun var tekin við undirritun að atkvæði um samninginn yrðu talin sameiginlega fyrir aðildarfélög SSÍ sem standa að samningnum. Reiknað er með að atkvæði verði talin þann 5. október næstkomandi. Félögin sjá um að kynna samninginn og láta atkvæðagreiðslu fara fram meðal sinna félagsmanna sem samningurinn nær til. Fyrir 5. október þurfa síðan atkvæðin og önnur kjörgögn að hafa borist skrifstofu SSÍ og verður talið í húsi ríkissáttasemjara fyrir hádegi þann 5. okt.
Kjarasamningurinn verður kynntur hlutaðeigandi á næstu vikum og einnig er hægt að fá hann á skrifstofu Verkalýðs og sjómannafélags Sandgerðis.
Samninginn má sjá hér að neðan: