Kjarasamningurinn við sjómenn felldur

VSFS - Logo
LOKUN VEGNA SUMARLEYFA
28/07/2016
Afmælisboð ASÍ á Árbæjarsafni 28. ágúst 2016 kl. 13 -16 – frítt inn
18/08/2016
Sýna allt

Kjarasamningurinn við sjómenn felldur

Atkvæði um kjarasamning milli SSÍ og SFS sem undirritaður var þann 24. júní síðastliðinn voru talin í gær.
Á kjörskrá voru 1.739 og af þeim kusu 670 eða 38,5% þeirra sem voru á kjörskrá.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Já sögðu 223 eða 33,3% þeirra sem atkvæði greiddu

Nei sögðu 445 eða 66,4%

Auðir seðlar og ógildir voru 2

Samkvæmt þessum úrslitum er samningurinn því felldur. Fljótlega verður því samninganefndin kölluð saman til að ákveða næstu skref.