Kjaraviðræður í gang að nýju

Kristján Gunnarsson segir af sér sem formaður Starfsgreinasambandsins
07/02/2011
Atvinnuleysi í janúar 2011 var 8,5%
14/02/2011
Sýna allt

Kjaraviðræður í gang að nýju

Stóra samninganefnd ASÍ hitti forystu SA á fundi hjá ríkissáttasemjara kl. 10 í morgun til að freista þess að koma kjaraviðræðum í gang að nýju en þær hafa að mestu legið niðri í tvær vikur vegna þeirrar kröfu SA að niðurstaða vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu liggi fyrir áður en samið verður. Miðstjórn ASÍ sendi frá sér ályktun vegna þeirrar afstöðu SA í gær þar sem áréttað var að SA beri samkvæmt landslögum að standa undir þeirri frumskyldu sinni að ganga til kjarasamninga.


Niðurstaða fundarins í morgun var sú að þrengri hópur frá báðum aðilum hittist kl. 12:30 til að ræða nánar saman. ASÍ og SA eru því komin að samningaborðinu á ný eftir 16 daga hlé.