Nýr kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var
undirritaður rétt fyrir miðnætti þann 9. febrúar 2023.
Mikilvægt er að sjómenn kynni sér vel innihald samningsins áður en atkvæði um hann eru
greidd. Hér að neðan er hægt að nálgast kjarasamninginn og kynningu á honum.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst þann 17. febrúar og lýkur kl. 15:00 þann 10. mars næstkomandi.
Ef einhverjir eru ekki á kjörskrá sem telja að þeir eigi að vera þar viljum við biðja menn um að hafa samband svo hægt sé að kanna málið .
Eins ef þið lendið í vandræðum með að kjósa eru þið beðnir að hafa samband við skrifstofu.