Kynningafundur á nýgerðum kjarasamningi sveitarfélaganna.

ÁTTIN – NÝ VEFGÁTT
24/11/2015
Veiðikortið 2016 komið
03/12/2015
Sýna allt

Kynningafundur á nýgerðum kjarasamningi sveitarfélaganna.

Félagsfundur verður haldinn með starfsfólki sem starfar hjá Sandgerðisbæ, og þeim sem taka mið af þeim kjarasamningi þriðjudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30. Fundurinn er haldin í húsi félagsins að Tjarnargötu 8.

Dagskrá:

  1. Kynning á nýjum kjarasamningi.
  2. Önnur mál.
Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn hefst þriðjudaginn 1. desember nk. og mun ljúka á miðnætti 8. desember nk. Starfsgreinasambandið sér um atkvæðagreiðsluna. Allir félagsmenn Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis sem greiddu félagsgjöld í október og starfa hjá sveitarfélaginu, fá sendan kynningarbækling og leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna. Bæklingurinn mun fara í póst næsta föstudag og berast inn um lúgu félagsmanna fljótlega eftir helgi. Ef einhver fær ekki send gögn frá SGS, en starfar hjá sveitarfélaginu, hafið þá samband við félagið.

Sýnum ábyrga afstöðu!

Mætum og kynnum okkur samninginn áður en við greiðum atkvæði.