Lægsta verðbólga í þrjú ár

Atvinnuleysi 7,5% í júlí
25/08/2010
Er ríkisstjórninni treystandi?
30/08/2010
Sýna allt

Lægsta verðbólga í þrjú ár

Enn dregur úr verðbólgunni.  Á ársgrundvelli var hún 4,5% í ágúst samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Verðbólga fer nú minnkandi og gera má ráð fyrir áframhaldandi þróun í þá átt á næstu mánuðum. Verðbólgan var síðast um 4,5% haustið 2007.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25% milli júlí- og ágústmánaðar sem helst má rekja til verðhækkana á fötum og skóm sem hækkuðu um 4,6% milli mánaða og ráða þar útsölulok í verslunum að líkindum mestu.



Af öðrum liðum má nefna að mat- og drykkjarvörur hækkar um 0,5% á milli mánaða sem hefur 0,08% áhrif til hækkunar á vísitölunni en athygli vekur að innfluttar mat- og drykkjarvörur hækka um 1% á frá fyrra mánuði á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð. Húsgögn og ýmiss heimilisbúnaður lækka hins vegar um tæplega 1% frá fyrra mánuði (-0,06%vísitöluáhrif) og húsnæðisverð breytist lítið.