Launahækkanir á almennum vinnumarkaði

Sjómennt- rýmkaðar reglur og full fjármögnun
30/04/2020
1. maí 2020
30/04/2020
Sýna allt

Launahækkanir á almennum vinnumarkaði

Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis vill minna félagsmenn á að laun þeirra sem starfa á taxtalaunum á almennum vinnumarkaði, samkvæmt kjarasamningum sambandsins við Samtök atvinnulífsins, hækkuðu um 24.000 kr. þann 1. apríl síðastliðinn. Almenn launahækkun til þeirra sem ekki eru á taxtalaunum hækkuðu um 18.000 kr. frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, s.s. bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf í dagvinnu fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki eru 335.000 kr. frá og með 1. apríl.

SGS vill hvetja félagsmenn að fylgjast vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar. Ef einhverjar spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag.

Kauptaxtar SGS og SA